á endalausu ferðalagi...
|
Hver er ég? Ég heiti Þóra... ...og bý í Danmörku Myndir Aðrir bloggarar! Hann Ágúst minn Andrea Berglind & Óli Berglind Brynhildur Dana & Gústi Erla Erna Freyja Guðrún Henný Mæja & Steini Ólöf & Axel Sigurrós Unnur Helga Þórdís Litla fólkið! Viktor Daði Stefán Konráð Krummi Vigdís Björg Alejandro Egill Ágúst Þór & Stefán Páll |
Jæja þá eru Hrönn og Sigurjón komin til okkar. Þetta var heldur betur ævintýri hjá okkur. Við fjölskyldan vorum búin að ákveða að fara á Kastrup að sækja þau og eyða deginum í Köben með þeim. Gústi var meira að segja búinn að sjá það út að hann kæmist alveg með okkur Viktori. En nei svo tók móðir náttúra í taumana. Hér kom bara frekar mikill vindur ( fór vel yfir 20 metra á sek.) sem fór þvert á stróra beltið og brúin lokuð fyrir umferð fram yfir hádegi, en Hrönn og Sigurjón áttu að lentu á hád. Þau komu svo með lest og voru hér um 15.30. Þá var tiltörlega nýbúið að hleypa umferð á brúnna. Við erum búin hafa það bara gott með gestunum okkar, fórum til dæmis í gær niður til Flensburgar. Viktor tókst að drekkja síma pabba síns í munnvatni svo að Gústi þurfti að fá sér nýjan síma. Hann getur bloggað núna í gengum símann sinn. Við notum þetta nú aðeins, þá aðalega til að setja inn myndir sem við tökum á símana okkar. Slóðin er http://www.agust-mobile.blogspot.com/. Þóra ferðalangur Þóra skrifaði.
|